Got – Þrymur og Rökkva 2016

Sjö vikna


Stækka hratt
Við sex vikna aldur er þurrfóðrið orðið stærri þáttur í fæðu hvolpana en mjólkin og þolinmæði mæðrana minnkar með hverjum deginum sem líður. Nú styttist í að mjólkurframleiðslan hætti enda erfitt að fæða allt að sex ofvirka vel tennta hvolpa á spena jafnhliða strembnu uppeldi.


Fimm vikna hvolpar


Hvolparnir orðnir fjögura vikna og stækka hratt.


Þriggja vikna hvolpar


Í kringum tveggja vikna er algengt að hvolpar byrji að opna augun. Systkynin eru byrjuð að gægjast út og virða fyrir sé sitt nánasta umhverfi. Fljótlega kemur svo augnliturinn í ljós og alltaf er spenna í kringum það.

Þeir sem telja sig allt vita hafa sagt að Husky með brún augu verði síður snjóblindur og sjái betur í snjó en Chukchi fólkið trúði að hundar með blá augu gætu séð vindinn.


Í dag eru hvolpar Þryms og Rökkvu vikugamlir og af því tilefni skelltum við hrúgunni í myndatöku.


Nú eru litlu hvolparnir komnir í heiminn og lífið rétt að byrja. Tíkurnar eru fimm en aðeins einn rakki að þessu sinni, vesalings strákurinn.


Rökkva er ein öflugasta dráttartík landsins. Hún hefur verið framúrskarandi í dráttarsportinu og hefur það eina markmið að halda áfram. Hún er afskaplega skemmtilegur karakter, alltaf til í leik og knús.

Rökkva er virkilega góður heimilishundur, barngóð og ljúf.

Þrymur er mjög sterkur og stór rakki og frábær dráttarhundur. Honum hefur gengið vel á keppnum í dráttarsportinu og er hann mjög öflugur rakki. Þrymur er með einstakt geðslag, yfirvegaður og rólegur og frábær heimilishundur.

Þrymur er algjör ísbjörn, ljúfi risinn sem bræðir öll hjörtu.

Bæði Rökkva og Þrymur hafa fengið excellent á sýningum. Þau eru bæði í efri mörkum stærðar til þess að vera innan standards. Þetta er endurtekin pörun en fyrir eiga þau þrjá svarta hvolpa með blá augu sem hafa staðið sig feykilega vel í dráttarsportinu og á sýningum. Þrymur og Rökkva hafa átt mikilli velgengni að fagna í sleðahundasportinu eins og fram hefur komið og eru margafaldir Íslandsmeistarar ásamt afkvæmum sínum í fjölda greina. Þrymur er Rauðakrosshundur þar sem hann heimsækir reglulega aldna og sjúka en til þess að verða Rauðkrosshundur þurfa hundar að undirgangast strangt ferli og þjálfun auk skapgerðarmats. Þau eru með hrein augu og A mjaðmir.