Got – Týr og Hríma 2016

Sjö vikna


Stækka hratt
Við sex vikna aldur er þurrfóðrið orðið stærri þáttur í fæðu hvolpana en mjólkin og þolinmæði mæðrana minnkar með hverjum deginum sem líður. Nú styttist í að mjólkurframleiðslan hætti enda erfitt að fæða ofvirka vel tennta hvolpa á spena jafnhliða strembnu uppeldi.


Fimm vikna hvolpar


Fjórar vikur og hvolparnir þroskast og stækka.


Þriggja vikna hvolpar


Í kringum tveggja vikna er algengt að hvolpar byrji að opna augun. Systkynin eru byrjuð að gægjast út og virða fyrir sé sitt nánasta umhverfi. Fljótlega kemur svo augnliturinn í ljós og alltaf er spenna í kringum það.

Þeir sem telja sig allt vita hafa sagt að Husky með brún augu verði síður snjóblindur og sjái betur í snjó en Chukchi fólkið trúði að hundar með blá augu gætu séð vindinn.


Í dag eru Valkyrjuhvolpar Týs og Hrímu vikugamlir og dafna báðir vel. Tókum af þeim þessar skemmtilegu myndir sem gaman er bera saman og sjá hvað þau eru að þroskast.


Nú eru litlu hvolparnir komnir í heiminn og lífið rétt að byrja hjá þeim eins hrúgunni í hinum kassanum. Einn rakki og ein tík eiga athygli Hrímu óskipta næstu vikurnar.


Hríma hefur náð einstökum sýningarárangri í gegnum tíðina og var til að mynda fyrsti Síberian Huskyinn sem ræktaður er á Íslandi til þess að verða alþjóðlegur meistari. Hún er einnig íslenskur meistari, hún hefur hlotið titilinn Reykjavík Winner 14, verið Best in Show (BIS), Best in group (BIG) og árið 2014 varð hún stigahæsti Siberian Husky landsins og þriðji stigahæsti hundur allra tegunda í HRFÍ.

Hríma hefur einstakt skap, ljúf, góð og hvers manns hugljúfi.

Múla Týr hefur fengið mjög góða dóma á sýningum HRFÍ. Hann hefur t.a.m. verið besti hvolpur tegundar og verið í efstu sætum í öðrum flokkum. Týr hefur verið framúrskarandi í Hlýðniprófum hjá HRFÍ. Hann var stigahæsti hundur ársins 2010 í Bronshlýðniprófi HRFÍ og fyrsti og eini Siberian Huskyinn á Íslandi til þess að standast Hlýðnipróf 1.

Týr er með virkilega gott skap, vinalegur, ljúfur og góður.

Bæði Hríma og Týr eru afbragðs sleðahundar sem hafa í sitthvoru lagi gefið af sér flott afkvæmi. Þau eru með hrein augu og A mjaðmir.