Got

Hvolpar í ágúst
Rökkva og Hríma fóru í sónarskoðun í gær miðvikudag og þar var staðfest að þær eru báðar hvolpafullar. Það verður brjálað fjör hjá Valkyrjuræktun í lok ágúst. Erum farin að skrá áhugsama biðlista.

Read more

Got væntanleg hjá Valkyrjuræktun

Got í ágúst/september

Þegar líður að hausti eigum við von á tveimur gotum undan úrvalshundum sem getið hafa sér gott orð á sýningum, í sleðahundasportinu og á hlýðniprófum. Við leggjum metnað okkar í vandaðar paranir þar allir fyrrgreindir eiginleikar eru lagðir til grundvallar. Ræktunarstaðlar, gott skap og hæfileikar til vinnu eru okkar aðalsmerki sem fyrr.

Read more

Mót í Kjarnaskógi

Icehusky keppnin 2016

Valkyrjuliðið, Rósa, Orri, Olga og Halli ásamt hundum, skelltu sér norður síðastliðna helgi og tóku þátt í sleðahundakeppni Icehusky að Hömrum í Kjarnaskógi. Óhætt er að segja að Akureyri hafi verið á kafi í snjó, enda búið að kyngja niður snjónum vikuna fyrir keppni. Vegna veðurs var keppnin færð til og bæði gönguskíðakeppnin og sleðakeppnin haldin á laugardeginum 6. febrúar, svo allir þátttakendur kæmust á keppnina. Read more