Valkyrjufjölskyldan stækkar

Þrír hvolpar bætast í hópinn

Enn stækkar Valkyrju fjölskyldan. Valkyrju Krapi eignaðist sex hvolpa með Múla Mystic Perlu þann 11. maí 2018.

Í gotinu voru tvær hvítar tíkur og einn hvítur rakki, einn svartur rakki og gráir rakkar. Eins og við var að búast kolféllum við fyrir hvolpunum og Múla Mystic Kul og Múla Kaldi munu búa hjá Olgu, Kalla og börnum á Blómvöllum. Einnig mun Múla Nætur Frosti vera heimalingur hjá okkur, þar sem Sigurlaug Bragadóttir fær hann. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan hjá Valkyrju liðinu, sem nú telur fjórtán hreinræktaða Siberian husky hunda á Blómvöllum