5 vikna gamlir hvolpar

Snjórinn spennandi
Hvolparnir eru 5 vikna gamlir síðan á laugardaginn. Við hundafjölskyldan vorum fyrir norðan á Mývatni að keppa og hvolparnir, Rökkva og börnin á heimilinu voru í pössun á meðan. Ótrúlegt að fara frá þeim í 4 daga og sjá hvað þau hafa stækkað í millitíðinni. Rökkva er í virkilega flottu standi eftir gotið. Hún er búin að vera á Royal Canin Starter fóðri síðan 3 vikum fyrir got en hvolparnir fá sama fóður fyrstu 7-8 vikurnar. Þetta fóður er sérstaklega orkuríkt og gott. Maður byggir víst ekki grunninn eftir á og því borgar sig að gefa það besta sem er í boði. Myndir …