Verkefni á Vatnajökli

Valkyrjuhundar í tælenskri auglýsingu
Hundarnir okkar taka annað slagið þátt í verkefnum tengdum auglýsingum og kvikmyndagerð, hér gefur að líta afrakstur einnar slíkrar töku sem fram fór á Vatnajökli á haustmánuðum. Verkefnið var á vegum Sagafilm og tælenskra aðila vegna VISA ferðkorts Eva Air og Catahy United Bank.

Read more

Þrjár vikur

Þriggja vikna bangsar

Hvolpaskottin eru nú orðin þriggja vikna og byrjuð að brölta um á fjórum fótum. Allir búnir að opna augun, sjö með blá og einn með brún. Gaman að sjá hvað þau eru öll jöfn og svipuð að þyngd enda mæðurnar einstakar. Áhugasamir gestir hafa fengið að kíkja í heimsókn og því fækkar hratt í hópnum.

Read more

Tvær vikur

Hvolparnir þroskast hratt

Nú þegar hvolparnir eru orðnir tveggja vikna og farnir að fara hraðar um kassan með hverjum deginum sem líður gægjast þeir einnig einn af öðrum út í umheiminn í fyrsta skipti með litlu augunum sínum. Væntanlegar fjölskyldur þeirra eru byrjaðar kíkja í heimsókn án þess þó að nokkur hafi fengið að velja enn sem komið er. Við bættum svo við nýjum myndum af hvolpunum á gotsíðurnar þeirra í tilefni dagsins.

Read more