Gleði og sorg

Valkyrjuhvolpar komnir í heiminn

Í gær fæddust þrír litlir hvolpar, einn rakki og tvær tíkur. Öll eru þau einstök, hvert á sinn hátt með litlu fallegu grímurnar sínar, fallega feldinn sinn og sín sterku karaktereinkenni sem komu fljótt fram.

Það fór þó svo að ekki gekk allt að óskum og fjórir litlir, heilbrigðir og vel skapaðir hvolpar dóu í móðurkviði. Þrír rakkar og ein tík komust ekki í gegnum gotið þrátt fyrir aðkomu dýralækna og hjúkrunarfræðinga. Við munum aldrei vita með fullri vissu hvað gerðist en náttúran á það til að fara sínu fram. Hvolparnir þrír komu fyrst í heiminn og með eðlilegum hætti en hinir fjórir komu í heiminn eftir keisaraskurð.

Rökkva stóð sig eins og hetja og sinnir litlu skinnunum sínum eins og allir áttu von á af einstakri umhyggjusemi og ást.