Got væntanleg hjá Valkyrjuræktun

Got í ágúst/september

Þegar líður að hausti eigum við von á tveimur gotum undan úrvalshundum sem getið hafa sér gott orð á sýningum, í sleðahundasportinu og á hlýðniprófum. Við leggjum metnað okkar í vandaðar paranir þar allir fyrrgreindir eiginleikar eru lagðir til grundvallar. Ræktunarstaðlar, gott skap og hæfileikar til vinnu eru okkar aðalsmerki sem fyrr.

Múla Týr og Múla Hríma hafa verið pöruð og er gotið væntanlegt í ágúst/september.
Valkyrju Þrymur og Múla Rökkva hafa verið pöruð og er gotið væntanlegt í ágúst/september.
Frekari upplýsingar hér og eftir því sem nær dregur.