Hvolparnir komnir í heiminn

Hríma og Rökkva báðar búnar að gjóta

24. águst komu litlu fallegu hvolparnir okkar í heiminn úr tveimur pörunum sama daginn og allt gekk að óskum.

Hríma og Týr eignuðust tvo fallega hvolpa, tík og rakka sem eru mjög lík foreldrum sínum við fyrstu sýn. Þrymur og Rökkva komu með sex spræka hvolpa, fimm tíkur og einn rakka og skiptast litirnir í grátt og svart. Allir hvolparnir dafna vel og eru duglegir á spena.

Got Týs og Hrímu hér
Got Þryms og Rökkvu hér