Íslandsmót Sleðahundaklúbbs Íslands

Góður árangur á Þingvöllum

Frábær keppnisdagur að baki. Valkyrjuliðið okkar bætti árangur sinn í mörgum greinum frá síðasta ári, allir hundar í topp formi og fullt hús stiga.
Úrslit dagsins hjá Valkyrjuliðinu okkar:


10 km bikejöring- Rósa Björg Karlsdóttir og Þrymur, 1. sæti á tímanum: 00:31:22, (Bæting, 2014 var tíminn 00:39:11)
10 km scooter- Olga Rannveig Bragadóttir Rökkva og Jökla, 1. sæti á timanum 00:29:15, (Bæting, 2014 var tíminn 00:36:21)
5 km bikejöring- Sigurlaug Bragadóttir og Hríma, 1. sæti á tímanum 00:11:16, (Bæting, 2014 var tíminn 00:13:49)
5 km bikejöring- Liv Bragadóttir og Kolka, 2. sæti á tímanum 00:12:17, (bæting, í fyrra var tíminn 00:14:38)
10 km canicross karla- Haraldur Kristinn Hilmarsson og Hríma, 1. sæti á tímanum 00:53:04.000, (Bæting, 2014 var tíminn 00:53:42)
10 km canicross kvenna- Olga Rannveig Bragadóttir og Rökkva, 1. sæti á tímanum 00:57:10,
5 km canicross karla- Orri Kristinn Jóhannsson og Hel, 1. sæti á tímanum 00:23:29,
5 km canicross kvenna- Rósa Björg Karlsdóttir og Gná, 1. sæti á tímanum 00:25:02, (Bæting, 2014 var tíminn 00:26:44)
5 km canicross unglinga- Liv Bragadóttir og Jökla, 1. sæti á tímanum 00:23:01, (bæting, 2014 var tíminn 00:25:33)
5 km canicross unglinga- Sigurlaug Bragadóttir og Krapi, 2. sæti á tímanum 00:27:19.

Við fengum Múla Kolku lánaða yfir í Valkyrjuliðið okkar til að fylla í skarðið og hlaupa með Liv í 5 km bikejöring og stóð hún sig glimrandi vel. Takk Sigrún Herdísardóttir