Mývatn 2016

Íslandsmót Sleðahundaklúbbs Íslands

Um síðastliðna helgi fór fram á Mývatni Íslandsmót Sleðahundaklúbbs Íslands. Valkyrjuliðið sendi keppendur í fjölda flokka eins og svo oft áður uppskárum við vel.

Nýju Spyder Pro sleðarnir eru heldur betur að sanna sig í keppni sem og á æfingum. Hvolparnir okkar Krapi, Hel og Gná eru á fljúgandi siglingu og komu gríðarlega sterk inn á mótið, hlökkum til að vinna með þeim þegar þau hafa tekið út fullan þroska. Veðrið lék ekki beint við okkur að þessu sinni en mótið heppnaðist vonum framar og allir skiluðu sér heilir heim að móti loknu, bæði hundar og menn.

10 km á hundasleða, 4-6 hundar
1. Orri Kristinn Jóhannsson 36:13
2 km skijöring, konur
3. Olga Rannveig Bragadóttir 6:35
2 km skijöring, karlar
3. Haraldur Kristinn Hilmarsson 7:49
5 km á hundasleða, 3-4 hundar
1. Olga Rannveig Bragadóttir 17:45
3. Rósa Björg Karlsdóttir 20:48
5 km skijöring- Konur
2. Olga Rannveig Bragadóttir 24:48
5 km skijöring- Karlar
2. Haraldur Kristinn Hilmarsson 29:02