5 vikna gamlir hvolpar

Snjórinn spennandi
Hvolparnir eru 5 vikna gamlir síðan á laugardaginn. Við hundafjölskyldan vorum fyrir norðan á Mývatni að keppa og hvolparnir, Rökkva og börnin á heimilinu voru í pössun á meðan. Ótrúlegt að fara frá þeim í 4 daga og sjá hvað þau hafa stækkað í millitíðinni. Rökkva er í virkilega flottu standi eftir gotið. Read more

Hundasýning

Alþjóðleg sýning HRFÍ 28. febrúar
Hríma, Jökla, Valkyrja og Þrymur voru sýnd á alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ 28. febrúar. Ár var síðan Hríma hlaut titilinn Best In Show og því var kominn tími til að skila stóra flotta bikarnum, bikarahillurnar tæmdust því örlítið þessa helgina.

Read more

Valkyrjuhvolpar

Styttist í Valkyrjuhvolpa

Rökkva er komin á tíma í dag svo nú bíðum við eftir að hún hrökkvi í gang. Biðin getur verið ótrúlega erfið fyrir óþolinmóða eigendur. Það verður spennandi að sjá hve margir Valkyrjuhvolpar koma, kyn og hvaða litir verða á þeim. Við erum undirbúin fyrir bið fram yfir helgi, en þá verða gullin okkar í síðasta lagi komin í heiminn.

Read more