Samantekt fyrir árið 2014

2014 var gott ár hjá Valkyrjuhundunum og eigendum þeirra

Nokkur atriði standa uppúr. Má þar nefna einna helst að Hríma var stigahæsti Siberian Husky landsins yfir árið 2014, auk þess sem hún var þriðji stigahæsti hundur Hundaræktarfélags Íslands.

Á febrúarsýningu HRFÍ varð Hríma Best of breed, best in group og BEST IN SHOW. Glæsilegur árangur hjá henni.

Í byrjun mars keppti Valkyrju liðið á Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni.
Þar sigruðum við fimm kílómetra keppnina á sleða með 4 hunda og tíu kilómetra keppnina á sleða með 6 hunda og lentum í öðru sæti í 5 kílómetra keppninni með 2 hunda á sleða. Einnig gekk vel á gönguskíðunum, en þar urðum við í 2. og 3. sæti í 5 kílómetra keppninni með 2 hunda, og svo 2. sætinu í karla og kvenna flokki í tveggja kílómetra keppninni með einn hund.

Í mars voru önnur skemmtileg verkefni í gangi fyrir utan keppnir, Karkur lék í auglýsingu fyrir Airbnb
og Hríma, Rökkva, Jökla og Valkyrja voru þátttakendur í bjórauglýsingu fyrir Lech.

Á tvöfaldri sumarsýningu HRFÍ gekk mjög vel. Aðeins Hríma og Þrymur voru skráð frá okkur. Á Reykjavík Winner varð Hríma BOB og BIG-2 og hlaut hún titilinn RW-14. Þrymur varð þriðji besti rakki tegundar auk þess sem hann hlaut sitt fyrsta íslenska meistarastig.
Á Alþjóðlegu sýningunni daginn eftir Reykjavík winner varð Hríma aftur BOB, og núna BIG-1 þar sem hún keppti um besta hund sýningarinnar en hlaut ekki sæti. Hún hins vegar hreppti sitt síðasta alþjóðlega meistastig og varð alþjóðlegur meistari. Hún er fyrsti íslenskt ræktaði Siberian Husky hundurinn til að hljóta þann titil

Í júlí lék svo Hríma í auglýsingu fyrir nýjan bíl frá AUDI verksmiðjunum.

Í byrjun september voru Hríma, Jökla, Valkyrja og Þrymur sýnd. Hríma varð BOS og Valkyrja varð 4. besta tík tegundar. Allt liðið var feldlaust og oft verið í betra standi.

Í lok september kepptum við á Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Þingvöllum. Þar kepptum við í 10 km á scooter með tvo hunda, 10 km á hjóli með einn hund, 5 km á hjóli með einn hund (unglingaflokkur), 10 km hlaupi með einn hund (kk og kvk flokkar) , og 5 km hlaupi með einn hund (kk og kvk og unglinga flokkar).
Það er skemmst frá því að segja að við komum heim með fullt hús stiga, 1. sæti í öllum greinum.

í október kepptum við í Krýsuvíkurkeppni Eldur-Ís. Þar kepptum við í 15 km scooter með tvo hunda, 15 km hjóli með tvo hunda, 15 km hjóli með einn hund.
Þar var einnig fullt hús stiga, 1. sæti í öllum greinum, auk þess sem við vorum með annað sæti líka í 15 km hjóli með einn hund.

Á nóvember sýningu HRFÍ varð Hríma að gefa eftir 1. sæti í bestu tík tegundar, en Valkyrja sigraði mömmu sína og varð BOS. Hríma keppti með afkvæmin sín á rauða dreglinum og urðu þau annar besti afkvæmahópur dagsins.

Í lok nóvember voru Rökkva og Þrymur pöruð og gotið er væntanlegt í lok janúar 2015. Við erum mjög spennt fyrir árinu 2015, megi það vera stút fullt af hundalífi í öllum sínum skemmtilegu myndum.